20. nóvember 2009

Viðurkenning Barnaheilla

Barnaheill, Save the Children, á Íslandi veittu í dag á 20 ára afmælisdegi Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, Ágústi Ólafi Ágústssyni viðurkenningu fyrir sérstakt framlag í þágu barna og mannréttinda þeirra.

Barnaheill, Save the Children, á Íslandi veittu í dag á 20 ára afmælisdegi Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, Ágústi Ólafi Ágústssyni viðurkenningu fyrir sérstakt framlag í þágu barna og mannréttinda þeirra. Kolbrún Ingólfsdóttir, móðir Ágústs Ólafs tók við viðurkenningunni fyrir hönd sonar sins, en Ágúst Ólafur er við nám í Bandaríkjunum. Ágúst Ólafur Ágústsson hefur undanfarin ár verið ötull talsmaður þess að Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna verði lögfestur hér á landi. 

Sjá nánar á www.barnaheill.is.

 


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica