8. nóvember 2011

Viðburðir á degi gegn einelti

Í hádeginu hittist fjöldi fólks í Höfða þar sem velferðarráðherra, mennta- og menningarmálaráðherra, borgarstjóri, fulltrúi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og fulltrúar ýmissa stofnanna og samtaka undirrituðu Þjóðarsáttmála gegn einelti.

Í tilefni af degi gegn einelti, sem haldinn er í fyrsta sinn í dag, 8. nóvember 2011, hafa ýmsar stofnanir, samtök og fyrirtæki staðið fyrir viðburðum af ýmsu tagi til að vekja athygli á mikilvægi þess að berjast gegn einelti.

Umboðsmaður barna og starfsfólk embættisins fór út á Laugaveginn í morgun þegar verslanir opnuðu og dreifðu hurðarspjöldunum Verum vinir.

Í hádeginu hittist fjöldi fólks í Höfða þar sem velferðarráðherra, mennta- og menningarmálaráðherra, borgarstjóri, fulltrúi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og fulltrúar ýmissa stofnanna og samtaka undirrituðu Þjóðarsáttmála gegn einelti. Sáttmálann má nálgast á nýrri heimasíðu sem opnuð var í dag. Slóðin er www.gegneinelti.is.


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica