22. júní 2016

Úrslit krakkakosninga

Umboðsmaður barna og KrakkaRÚV hafa staðið fyrir forsetakosningum barna undanfarnar vikur og hafa fjölmargir nemendur í grunnskólum landsins kosið sinn forsetaframbjóðanda. 

Markmið þessa verkefnis er í anda 12. ofg 13. gr. Barnasáttmálans og gefur börnum tækifæri á að láta skoðanir sínar í ljós á forsetaframbjóðendum. Kynningar á forsetaframbjóðendunum ásamt kynningu á forsetaembættinu sjálfu var aðgengilegt á vefnum krakkaruv.is/krakkakosningar og leitað var eftir aðstoð kennara til að veita börnum þetta tækifæri á að kjósa sinn forsetaframbjóðanda. Þá skiluðu kennarar atkvæðum sinna nemenda rafrænt til KrakkaRÚV sem vann úr þeim niðurstöðum. 

Úrslit krakkakosninga verða svo tilkynnt í kosningasjónvarpi RÚV á laugardaginn og hvetjum við alla þá sem hafa tekið þátt sem og aðra að fylgjast vel með. 

 

Stilla frá kynningarmyndbandi um forsetaembættið


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica