29. júní 2018

Upplýsingar um vinnuskóla sveitarfélaga

Umboðsmaður barna sendi út eftirfarandi bréf til allra sveitarfélaga landsins þar sem beðið var um upplýsingar vegna vinnuskóla sveitarfélaga.

Upplýsingar um vinnuskóla sveitarfélaga

Umboðsmaður barna sendi út eftirfarandi bréf til allra sveitarfélaga landsins þar sem beðið var um upplýsingar vegna vinnuskóla sveitarfélaga. 

 

Til þeirra sem málið varðar

 

Reykjavík 28. júní 2018

 

Efni: Upplýsingar um vinnuskóla sveitarfélaga fyrir ungmenni í efstu bekkjum grunnskóla – rafrænn spurningarlisti

Umboðsmaður barna hefur ákveðið að taka til skoðunar starfsumhverfi vinnuskóla sveitarfélaganna. Engar heildstæðar upplýsingar liggja fyrir um þessa starfsemi en embættinu hafa borist nokkrar ábendingar varðandi ýmsa þætti í starfinu sem mikilvægt er að fá svör við.

Hér fyrir neðan er hlekkur á rafræna könnun sem send er öllum sveitarfélögum í landinu. Óskar umboðsmaður eftir því að sá sem ábyrgur er fyrir vinnuskólanum eða vinnu barna í efstu bekkjum grunnskóla í sveitarfélaginu svari könnuninni. Áréttað er að samkvæmt 5. gr. laga nr. 83/1994, um umboðsmann barna, ber stjórnvöldum að veita umboðsmanni barna allar þær upplýsingar sem að hans mati eru nauðsynlegar til þess að hann geti sinnt hlutverki sínu.

Könnunin er skipt niður í 10 hluta sem taka til ýmissa þátta sem varða vinnu barna og ungmenna svo sem um skipulag, öryggisbúnað, slysaskráningu, fræðslu til ungmenna, verkefni vinnuskólans og reglna sem sveitarfélagið hefur sett sér.

Óskað er eftir að svar berist umboðsmanni barna fyrir miðvikudaginn 15. ágúst n.k. 

Í könnuninni er m.a. óskað eftir upplýsingu um fjölda slysa á ungmennum í vinnuskólanum ef einhver eru sl. fimm ár. 

 

 

Með kærri kveðju,

 

Salvör Nordal

Umboðsmaður barna

Dufur Karin Beate Noesterud Norden Org

Mynd: Karin Beate Noesterud / Norden Org


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica