18. nóvember 2009

Ungmennaráð safna hetjum

Ungmennaráð umboðsmanns barna, Barnaheilla og UNICEF safna hvunndagshetjum til stuðnings ályktunar ráðanna um velferð íslenskra barna.

Ungmennaráð umboðsmanns barna, Barnaheilla og UNICEF safna hvunndagshetjum til stuðnings ályktunar ráðanna um velferð íslenskra barna.

Ungmennaráð umboðsmanns barna, Barnaheilla og Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) hafa samið ályktun sem snýr að velferð barna á Íslandi. Ályktunin verður afhent forsætisráðherra á fimmtudag. Til að kanna stuðning almennings við innihald ályktunarinnar munu ungmennaráðin safna stuðningsaðilum í verslunarmiðstöðinni Smáralind frá 17 til 19, í dag miðvikudaginn 18. nóvember. Allir stuðningsaðilar verða færðir í sérstakan hvunndagshetjubúning.

Hetjulegur stuðningur
Ungmennaráðsmeðlimir munu kynna efni ályktunar sinnar þeim gestum Smáralindar sem áhuga hafa á málefninu. Þeim sem vilja sýna stuðning sinn við ályktunina í verki verður boðið að klæðast ofurhetjuflíkum og fá tekna af sér mynd sem afhend verður forsætisráðherra ásamt ályktuninni daginn eftir, fimmtudaginn 19. nóvember. Viðburðurinn er liður í afmælisviku Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem á 20 ára afmæli næstkomandi föstudag, 20. nóvember.

Um Barnasáttmálann
Enginn mannréttindasamningur hefur verið fullgiltur af jafn mörgum ríkjum og Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna. Öll aðildarríki Sameinuðu þjóðanna, fyrir utan tvö, hafa fullgilt samninginn. Hérlendis hefur Barnasáttmálinn stuðlað að ýmsum mikilvægum réttindabótum fyrir börn frá því að Ísland fullgilti hann árið 1992. Frumvarp um lögfestingu sáttmálans í heild sinni verður lagt fyrir Alþingi í vetur.


Nánari upplýsingar veita: Bergsteinn Jónsson (UNICEF) í síma 615 4049 og Elísabet Gísladóttir (umboðsmanni barna) í síma 697 6094.


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica