7. júní 2006

Unglingar á fund í menntamálaráðuneytinu

Í dag mættu sjö nemendur 8., 9. og 10. bekkjar í menntamálaráuneytið og funduðu þar með umboðsmanni og nefnd þeirri sem vinnur að heildarendurskoðun grunnskólalaga.

Nú stendur yfir í menntamálaráðuneytinu heildarendurskoðun grunnskólalaga og hefur umboðsmaður barna farið á fund nefndarinnar sem ætlað er að semja nýtt frumvarp til grunnskólalaga og komið athugasemdum sínum á framfæri.  Nefndin óskaði einnig eftir áliti grunnskólanema og var umboðsmanni barna falið að fá nokkra nemendur á fund nefndarinnar enda er mikilvægt að heyra raddir barnanna sjálfra og álit þeirra á grunnskólanum.  Í dag mættu sjö nemendur 8., 9. og 10. bekkjar í menntamálaráðuneytið og funduðu þar með nefndinni en umboðsmaður sat einnig fundinn.  Unga fólkið mætti vel undirbúið og og þó að tíminn væri knappur tókst þeim að koma skoðunum sínum á framfæri við nefndina.  Ungmennin voru í alla staði glæsilegir fulltrúar grunnskólanemenda.


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica