8. mars 2006

Undur vísindanna - námskeið fyrir fjölskylduna

Undur vísindanna er röð fimm áhugaverðra námskeiða um vísindi handa fjölskyldum

Umboðsmaður barna vill vekja athygli á námskeiðum sem bera yfirskriftina Undur vísindanna og eru samstarfsverkefni Vísindavefsins, Endurmenntunar og Orkuveitunnar

Um er að ræða röð fimm námskeiða um vísindi handa fjölskyldum. Fræðimenn frá Háskóla Íslands munu fjalla á lifandi og skemmtilegan hátt um eðlisvísindi hversdagslífsins, undur skynjunarinnar, örtækni og erfðafræði og hvernig vísindakenningar geta gagnast okkur í daglegu lífi. Námskeiðin verða haldin í fyrirlestrasalnum 100° í húsakynnum Orkuveitunnar.

    • Undur örtækninnar (lau. 11.mars kl.14-16)
    • Undur erfðanna (lau. 18.mars kl. 14-16)
    • Undur vísindanna (lau. 25.mars kl. 14-16)
    • Undur skynjunarinnar (lau. 1.apr. kl. 14-16)
    • Undrin í lífi Ragnars Reykáss - Eðlisvísindi hversdagslífsins (lau. 8.apr. kl. 14-16)

Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica