6. maí 2009

Umræða um fækkun kennsludaga í grunnskólum

Umboðsmaður barna hefur ritað menntamálaráðherra og Sambandi íslenskra sveitarfélaga bréf vegna umræðu um fækkun kennsludaga í grunnskólum. Í bréfi sínu ítrekar umboðsmaður að börn og ungmenni eru viðkvæmur þjóðfélagashópur sem þarfnast sérstakrar verndar og umönnunar umfram aðra þjóðfélagsþegna.

Umboðsmaður barna hefur ritað menntamálaráðherra og Sambandi íslenskra sveitarfélaga bréf vegna umræðu um fækkun kennsludaga í grunnskólum. Í bréfi sínu ítrekar umboðsmaður að börn og ungmenni eru viðkvæmur þjóðfélagashópur sem þarfnast sérstakrar verndar og umönnunar umfram aðra þjóðfélagsþegna. Í þeim efnahagsþrengingum sem nú eru er mikilvægt að huga vel að börnum og aðstæðum þeirra og reyna þarf eftir fremsta megni að koma í veg fyrir að þrengingar í efnahagslífinu hafi áhrif á daglegt líf þeirra, svo sem skólagöngu. Skólinn gegnir mikilvægu hlutverki og er ákveðin kjölfesta í lífi barna og ungmenna. Kjölfesta sem ekki síst er mikilvæg fyrir börn og ungmenni á þeim umrótartímum sem við upplifum núna.

Sem opinber talsmaður allra barna á Íslandi hvetur umboðsmaður barna menntamálaráðherra og Samband íslenskra sveitarfélaga til að íhuga allar hliðar málsins vel áður en ákveðið er að fækka kennsludögum í grunnskólum. Mikilvægt er að hagsmunir barna séu ávallt hafðir í fyrirrúmi og börnum eftir fremsta megni hlíft við hvers kyns niðurskurði sem sveitarfélögin standa frammi fyrir vegna efnahagsástandsins.

Bréf umboðsmanns barna má lesa í heild sinni hér.


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica