13. ágúst 2007

Umboðsmaður heimsækir samstarfsaðila

Til að fá sem gleggsta mynd af hagsmunamálum barna og unglinga ætlar Margrét að heimsækja samstarfsaðila embættisins á næstunni og ræða við fagfólk og kynna sér starf þess.

Nú hefur Margrét María Sigurðardóttir gegnt embætti umboðsmanns barna í rúman mánuð. Á þessum tíma hefur hún kynnt sér margvísleg málefni sem við koma börnum og unglingum. Til að fá sem gleggsta mynd af hagsmunamálum barna og unglinga ætlar Margrét að heimsækja samstarfsaðila embættisins á næstunni og ræða við fagfólk og kynna sér starf þess.

Margrét María heimsótti BUGL 7. ágúst sl. og hitti þar hóp starfsmanna sem tóku vel á móti henni og kynntu fyrir henni starfsemi BUGL og ræddu málefni barna með hegðunar- og geðraskanir.

Hinn 10. ágúst heimsóttu Margrét María og Auður K. Árnadóttir starfsmaður embættisins Sjóvá Forvarnarhús. Herdís Storgaard, annar forstöðumaður Forvarnarhússins, Fjóla Guðjónsdóttir og Hildur Hafstein tóku vel á móti þeim og kynntu aðstæður í húsinu og alla þætti starfseminnar, þ.m.t. slysavarnir barna.

Fleiri heimsóknir eru á dagskrá á næstunni.

 

 


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica