6. september 2019

Umboðsmaður barna afhendir forsætisráðherra ársskýrslu 2018

Salvör Nordal, umboðsmaður barna, afhenti Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, skýrslu umboðsmanns barna 2018 í morgun.

Salvör Nordal, umboðsmaður barna, afhenti Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, skýrslu umboðsmanns barna 2018 í morgun. 

Í skýrslunni kemur fram að umboðsmaður átti frumkvæði að stefnumótandi umræðu um málefni barna og átti einnig í öflugu samstarfi við Hagstofu Íslands um birtingu tölulegra upplýsinga um stöðu barna. Aukin áhersla hefur verið lögð á að auka aðgengi barna að embættinu, styrkja starf ráðgjafarhóps og undirbúningur er hafinn að auknu samstarfi við börn á landsbyggðinni.

Þá voru teknar ákvarðanir af stjórnvöldum sem munu styrkja embættið til framtíðar s.s. breytingar sem gerðar voru á lögum embættisins til að skerpa á hlutverki þess auk þess sem lögfest er starfsemi ráðgjafarhópsins og sett í lög að embættið skuli halda þing um málefni barna annað hvert ár. Embættinu var einnig falið nýtt verkefni í endurskoðaðri fjármálaáætlun nýrrar ríkisstjórnar, að afla og miðla gögnum og upplýsingum um aðstæður og stöðu tiltekinni hópa barna á Íslandi, meðal annars með því að setja á fót sérfræðihópa barna. Þá voru auknar fjárveitingar til embættisins í fjárlögum þessa árs til að efla starfsemi stofnunarinnar.


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica