21. október 2010

Umboðsmaður á Vestfjörðum

Umboðsmaður barna, Margrét María Sigurðardóttir, og Eðvald Einar Stefánsson starfsmaður embættisins munu í dag og á morgun fara um Vestfirði og heimsækja skóla.

Umboðsmaður barna, Margrét María Sigurðardóttir, og Eðvald Einar Stefánsson starfsmaður embættisins munu í dag og á morgun fara um Vestfirði og heimsækja skóla. Í heimsóknum sínum kynna þau embætti umboðsmanns barna og fjalla um réttindi barna skv. Barnasáttmálanum og íslenskum lögum. Til að fá nemendur til að átta sig á hvernig sum réttindi vegast á við önnur á meðan önnur réttindi eru afdráttarlaus nota þau oft leiki. Þannig er líka gagnlegt fyrir nemendur að gera sér grein fyrir á muninum á réttindum og forréttindum.

Í þessari ferð verða eftirfarandi skólar heimsóttir: Grunnskóli Ísafjarðar, Grunnskólinn á Hólmavík, Tálknafjarðarskóli, Grunnskóli Vesturbyggðar (Patreksskóli), Framhaldsskóladeild Fjölbrautaskóla Snæfellinga. Þá verður umboðsmaður til viðtals fyrir þá sem vilja í Sjóræningjahúsinu á Patreksfirði milli kl. 20 og 21.


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica