19. nóvember 2013

Tillaga til þingsályktunar um skráningu upplýsinga um umgengnisforeldra, 71. mál

Velferðarnefnd Alþingis óskaði eftir umsögn umboðsmanns barna um tillögu til þingsályktunar um skráningu upplýsinga um umgengnisforeldra, 71. mál. Umsögn sína veitt umboðsmaður barna með tölvupósti dags. 19. nóvember 2013.

Velferðarnefnd Alþingis óskaði eftir umsögn umboðsmanns barna um tillögu til þingsályktunar um skráningu upplýsinga um umgengnisforeldra, 71. mál. Umsögn sína veitt umboðsmaður barna með tölvupósti dags. 19. nóvember 2013.

Skoða tillögu til þingsályktunar um skráningu upplýsinga um umgengnisforeldra, 71. mál.
Skoða feril málsins.

Umsögn umboðsmanns barna

Velferðarnefnd

Reykjavík, 19. nóvember  2013
UB: 1311/4.1.1

Efni: Tillaga til þingsályktunar um skráningu upplýsinga um umgengnisforeldra, 71. mál

Vísað er til tölvupósts frá nefndasviði Alþingis, dags. 7. nóvember sl., þar sem óskað er eftir umsögn umboðsmanns barna um ofangreinda tillögu.

Umboðsmaður barna myndi telja það jákvætt ef safnað yrði saman upplýsingum um hagi umgengnisforeldra. Í þessu sambandi vill hann einnig benda á mikilvægi þess að breyta skráningu í þjóðskrá þannig að auk upplýsinga um lögheimili komi skýrt fram hverjir eru foreldrar barns, hverjir fara með forsjá barns og hverjir hafa umgengnisrétt. Slík skráning myndi vera til mikillar hagræðingar fyrir börn, foreldra og þá sem vinna með börnum.

Virðingarfyllst,

Margrét María Sigurðardóttir,
umboðsmaður barna


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica