12. nóvember 2013

Tillaga til þingsályktunar um skipun nefndar um málefni hinsegin fólks, 29. mál

Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis óskaði eftir umsögn umboðsmanns barna um tillögu til þingsályktunar um skipun nefndar um málefni hinsegin fólks, 29. mál. Umsögn sína veitt umboðsmaður með tölvupósti dags. 12. nóvember 2012

Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis óskaði eftir umsögn umboðsmanns barna um tillögu til þingsályktunar um skipun nefndar um málefni hinsegin fólks, 29. mál. Umsögn sína veitt umboðsmaður með tölvupósti dags. 12. nóvember 2012

Skoða tillögu til þingsályktunar um skipun nefndar um málefni hinsegin fólks, 29. mál.
Skoða feril málsins.

Umsögn umboðsmanns barna

Allsherjar- og menntmálanefnd Alþingis

Reykjavík, 12. nóvember  2013
UB: 1311/4.1.1

Efni: Tillaga til þingsályktunar um skipun nefndar um málefni hinsegin fólks, 29. mál

Vísað er til tölvupósts frá nefndasviði Alþingis, dags. 31. október sl., þar sem óskað er eftir umsögn umboðsmanns barna við tillögu til þingsályktunar um að fela félags- og húsnæðismálaráðherra að skipa nefnd um málefni hinsegin fólks.

Umboðsmaður barna fagnar ofangreindri tillögu og vonar að hún verði samþykkt. Umboðsmaður tekur sérstaklega undir það að gera megi betur þegar kemur að fræðslu um málefni hinsegin fólks, meðal annars í skólum og annars staðar þar sem börn og ungmenni koma saman. Má í því sambandi benda á að ráðgjafarhópur umboðsmanns barna, sem er hópur ungmenna á aldrinum 13 til 18 ára, hefur margoft fjallað um nauðsyn þess að auka sýnileika hinsegin fólks í skólakerfinu og mikilvægi þess að auka fræðslu um kynhneigð og kynvitund til nemenda á öllum aldri.

Virðingarfyllst,
Margrét María Sigurðardóttir,
umboðsmaður barna


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica