29. mars 2016

Tillaga til þingsályktunar um mótun stefnu til að draga úr notkun á skaðlegum efnum í neysluvörum, 247. mál.

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis óskaði eftir umsögn umboðsmanns barna um tillögu til þingsályktunar um mótun stefnu til að draga úr notkun á skaðlegum efnum í neysluvörum, 247. mál. Umsögn sína veitt umboðsmaður barna með tölvupósti dags. 29. mars 2016.

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis óskaði eftir umsögn umboðsmanns barna um tillögu til þingsályktunar um mótun stefnu til að draga úr notkun á skaðlegum efnum í neysluvörum, 247. mál.  

Umsögn sína veitt umboðsmaður barna með tölvupósti dags. 29. mars 2016.

Skoða tillöguna.
Skoða feril málsins.

 

 

Umsögn umboðsmanns barna

 

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis

 

Reykjavík, 29. mars 2016

UB: 1603/4.1.1

 

Efni: Tillaga til þingsályktunar um mótun stefnu til að draga úr notkun á skaðlegum efnum í neysluvörum, 247. mál.

Vísað er í tölvupóst frá nefndarsviði Alþingis, dags. 16. mars sl., þar sem óskað er eftir umsögn umboðsmanns barna um þingsályktunartillögu um mótun stefnu til að draga úr notkun á skaðlegum efnum í neysluvörum.

Umboðsmaður barna telur mikilvægt að mótuð sé skýr stefna í þessum efnum. Mikilvægt er að neytendur séu vel upplýstir um innhaldsefni neysluvara og þau séu sýnileg og auðlesin á umbúðum. Börn eru viðkvæmari fyrir skaðlegum efnum heldur en fullorðnir og því er sérstaklega mikilvægt að neysluvörur ætlaðar börnum séu alfarið lausar við slík efni, eða þær séu að minnsta kosti svo vel merktar að kaupandi geti gert sér grein fyrir hugsanlegri skaðsemi vörunnar. Má í þessu samhengi benda á að samkvæmt 24. gr. Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sbr. lög nr. 19/2013, er Ísland skuldbundið til að tryggja að börn njóti besta heilsufars sem mögulegt er. Eins skulu hagsmunir barna ávallt hafa forgang þegar teknar eru ákvarðanir er varða börn, sbr. 3. gr. sáttmálans. Með hagsmuni barna að leiðarljósi er því afar mikilvægt að draga úr notkun skaðlegra efna í vörum sem börn koma til með að neyta. Umboðsmaður barna vonar því að tillaga þessi nái fram að ganga.

 

Virðingarfyllst,

Margrét María Sigurðardóttir,
umboðsmaður barna.


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica