14. nóvember 2013

Tillaga til þingsályktunar um mótun geðheilbrigðisstefnu og aðgerðaráætlunar, 89. mál.

Velferðarnefnd Alþingis óskaði eftir umsögn umboðsmanns barna um tillögu til þingsályktunar um mótun geðheilbrigðisstefnu og aðgerðaráætlunar, 89. mál. Umsögn sína veitt umboðsmaður barna með tölvupósti dags. 14. nóvember 2013.

Velferðarnefnd Alþingis óskaði eftir umsögn umboðsmanns barna um tillögu til þingsályktunar um mótun geðheilbrigðisstefnu og aðgerðaráætlunar, 89. mál. Umsögn sína veitt umboðsmaður barna með tölvupósti dags. 14. nóvember 2013.

Skoða tillögu til þingsályktunar um mótun geðheilbrigðisstefnu og aðgerðaráætlunar, 89. mál.
Skoða feril málsins.

Umsögn umboðsmanns barna

Velferðarnefnd

Reykjavík, 14. nóvember  2013
UB: 1311/4.1.1

Efni: Tillaga til þingsályktunar um mótun geðheilbrigðisstefnu og aðgerðaráætlunar, 89. mál.

Vísað er til tölvupósts frá nefndasviði Alþingis, dags. 7. nóvember sl., þar sem óskað er eftir umsögn umboðsmanns barna við ofangreinda tillögu.

Umboðsmaður barna hefur verulegar áhyggjur af þjónustu við börn sem eiga við geðræn vandamál að stríða. Á það ekki síst við um börn sem eru með fjölþættan vanda, þar sem oft er deilt um hvort veita eigi þeim þjónustu í heilbrigðiskerfinu  eða á vegum barnaverndar. Telur hann því sérstaklega mikilvægt að móta stefnu í geðheilbrigðismálum barna, sem tekur á því hvaða skyldur hver og ein stofnun hefur gagnvart þessum börnum og fjölskyldum þeirra.

Í ljósi þess sem að framan greinir telur umboðsmaður barna  mikilvægt að mótuð verði geðheilbrigðisstefna hér á landi. Hann vill þó árétta mikilvægi þess að slík stefna fjalli sérstaklega um geðheilbrigðismál barna.

Virðingarfyllst,
Margrét María Sigurðardóttir,
umboðsmaður barna


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica