18. mars 2016

Tillaga til þingsályktunar um fullgildingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, 180. mál.

Velferðarnefnd Alþingis óskaði eftir umsögn umboðsmanns barna um tillögu til þingsályktunar um fullgildingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, 180. mál. Umsögn sína veitt umboðsmaður barna með tölvupósti dags. 18. mars 2016.

Velferðarnefnd Alþingis óskaði eftir umsögn umboðsmanns barna um tillögu til þingsályktunar um fullgildingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, 180. mál. 

Umsögn sína veitt umboðsmaður barna með tölvupósti dags. 18. mars 2016.

Skoða tillöguna.
Skoða feril málsins.

 

Umsögn umboðsmanns barna

 

Velferðarnefnd Alþingis

 

Reykjavík, 18. mars 2016

UB: 1603/4.1.1

 

Efni: Tillaga til þingsályktunar um fullgildingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, 180. mál.

Vísað er í tölvupóst frá nefndasviði Alþingis, dags. 7. mars sl., þar sem óskað er eftir umsögn umboðsmanns barna um tillög til þingsályktunar um fullgildingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.

Umboðsmaður barna fagnar og styður heilshugar ofangreinda tillögu. Fullgilding samningsins væri jákvætt og afar mikilvægt skref í þá átt að tryggja betur réttindi fatlaðs fólks. Þá undirstrikar fullgilding samningsins enn frekar mikilvægi þess að mannréttindi og grundvallarfrelsi fatlaðra barna sé tryggt til jafns við önnur börn, og að allar nauðsynlegar ráðstafanir séu gerðar svo hægt sé að ná þeim markmiðum. Fötluð börn mæta oft hindrunum í samfélaginu, svo sem hvað varðar menntun, félagslega þátttöku og önnur tækifæri sem önnur börn fá alla jafna að njóta. Sérstaklega mikilvægt er að útrýma þessum hindrunum og tryggja fötluðum börnum sömu tækifæri og önnur börn.

Virðingarfyllst,

Margrét María Sigurðardóttir,
umboðsmaður barna


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica