23. apríl 2007

Til hamingju Ástráður!

Ástráður, forvarnastarf læknanema, hlaut nýlega Íslensku forvarnaverðlaunin 2007. Verðlaunin eru veitt af Forvarnarhúsi Sjóvár. Ástráður þykir hafa unnið mikilvægt og vandað sjálfboðastarf til að efla kynheilbrigði ungs fólks og er öðrum háskólanemum góð fyrirmynd og hvatning.

Ástráður, forvarnastarf læknanema, hlaut nýlega Íslensku forvarnarverðlaunin 2007. Verðlaunin eru veitt af Forvarnarhúsi Sjóvá. Ástráður þykir hafa unnið mikilvægt og vandað sjálfboðastarf til að efla kynheilbrigði ungs fólks. 

Ástráður er vel að verðlaununum kominn en læknanemar hafa nú á 8. ár sinnt öflugu fræðslustarfi til ungs fólks um heilbrigt kynlíf, getnaðarvarnir og kynsjúkdómavarnir.  Ástráður nær til unga fólksins með heimsóknum í framhaldsskóla, grunnskóla og félagsmiðstöðvar, með því að halda úti vefsíðunni www.astradur.is og svarþjónustu á netfanginu leyndo@astradur.is auk þess sem Ástráður hefur verið með vikulega fræðslupistla á Rás 2. Starf Ástráðs hefur vakið athygli erlendis og er nú litið til þess sem fyrirmyndar verkefnis. 

Í frétt um þetta á vefsvæði Forvarnarhússins segir meðal annars:

Í tilnefningunni fyrir Ástráð sagði: „Árangurinn hefur sést í því að unglingaþungunum hefur sl. ár fækkað um helming (Íslendingar voru með hlutfallslega flestar af Norðurlöndunum), fóstureyðingar hafa staðið í stað eða hefur hlutfallslega fækkað í aldurshópunum 15-19 og 20-24 ára sl. ár og aukning á klamydíu smiti hefur ekki orðið. Án efa á lífleg, fjölbreytt,og vel útfærð kennslutækni og það hve vel þetta unga fólk nær til unglinganna sinn stóra þátt í þessu.“

Við val sitt á vinningshafi horfði starfshópur fyrst og fremst til þess faglega grunnar sem Ástráður byggir sína fræðslu um oft viðkvæmt málefni á , hve lengi verkefnið hefur verið í gangi og þróast og mótast með nýjum áherslum án þess að falla niður og að vafalaust hefur Ástráður verið öðrum háskólanemum mikil hvatning til að sinna verkefnum samfélaginu til góða.

Umboðsmaður barna hefur í nokkur ár bent unglingum sem vantar upplýsingar um kynheilbrigði á þjónustu Ástráðs enda nauðsynlegt að unglingar hafi aðgang að viðbragðsfljótri fræðslu fagfólks á þessu sviði - á eigin forsendum. Til hamingju Ástráður!


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica