21. nóvember 2025

Barnaþing fer fram í dag

Barnaþing var sett í dag í Hörpu en um 130 börn eru skráð á þingið víðs vegar af landinu

Í ár móta barnaþingsfulltrúar sáttmála um síma og eiga umræður um málefni barna á borðum. Í hádeginu mættu fullorðnir gestir, þar á meðal ráðherrar og þingmenn, taka þátt í umræðum með börnunum og sitja fyrir svörum.

Gunnar Helgason, ráðgjafarhópur umboðsmanns barna og Lína langsokkur mæta á svæðið og skemmta börnunum. Barnaþingi lýkur með tónlistaratriði frá Dísu og Júlí Heiðar.



Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica