16. apríl 2020

Þátttaka barna í ákvarðana­töku um tilhögun skólastarfs

Umboðsmaður barna hefur fengið fyrirspurnir frá börnum vegna þeirra röskunar sem hefur orðið á skólastarfi í kjölfar aðgerða sem miða að því að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar.

Umboðsmaður barna hefur fengið fyrirspurnir frá börnum vegna þeirra röskunar sem hefur orðið á skólastarfi í kjölfar aðgerða sem miða að því að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. Meðal þess sem hvílir á börnum og ungmennum er það hvort til standi að lengja yfirstandandi önn í grunn- og framhaldsskólum og hvernig staðið verður að einkunnagjöf í skólum og inntöku nemenda í framhaldsskóla.

Þann 14. apríl sl. kynntu forsætisráðherra, heilbrigðisráðherra og dómsmálaráðherra næstu skref stjórnvalda vegna Covid-19. Þar kom meðal annars fram að opnað verður fyrir hefðbundið skólahald í leik- og grunnskólum þann 4. maí nk. 

Það er ljóst að skólar og skólayfirvöld koma til með að þurfa að grípa til ýmissa ráðstafana til þess að tryggja rétt barna til menntunar. Umboðsmaður barna telur brýnt að nemendur í skólum séu þátttakendur í þeirri ákvarðanatöku, fái nauðsynlegar upplýsingar um valkosti og fái að koma sínum sjónarmiðum á framfæri. 

Umboðsmaður barna vakti athygli mennta- og menningarmálaráðherra á þessu með bréfi sem sent var þann 15. apríl. Bréfið er aðgengilegt hér.


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica