26. október 2022

Tannréttingar barna

Embættið hefur sent bréf til heilbrigðisráðherra varðandi greiðsluþátttöku sjúkratrygginga í tannréttingum barna. 

Samkvæmt reglugerð um þátttöku sjúkratrygginga í kostnaði sjúkratryggða við tannlækningar, eru tannréttingar barna niðurgreiddar sem nemur um 150 þúsund krónum á meðan raunkostnaður er á bilinu 900.000 til 1.500.000 kr. á hvert barn. Styrkuupphæðin hefur ekki tekið breytingum í 20 ár en ætti að vera í kringum 400 þúsund ef hún hefði fylgt vísitöluþróun.

Í bréfi umboðsmanns barna er heilbrigðisráðherra hvattur til þess að endurskoða greiðsluþátttöku sjúkratrygginga í tannréttingum barna.

Ítarefni:

Uppfært 30.11.2022 - svar heilbrigðisráðuneytisins við erindi embættisins


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica