12. maí 2009

Tannheilsa barna

Umboðsmanni barna berast reglulega erindi vegna hrakandi tannheilsu barna á Íslandi og hefur ítrekað vakið athygli á þessu vandamáli.

Umboðsmanni barna berast reglulega erindi vegna hrakandi tannheilsu barna á Íslandi og hefur ítrekað vakið athygli á þessu vandamáli. Samkvæmt Munnís rannsókn frá árinu 2005 hefur tannheilsu íslenskra barna hrakað síðustu árin og er hún mun verri en á hinum Norðurlöndunum. Sú umfjöllun sem hefur átt sér stað í tengslum við ókeypis tannlæknaþjónustu, sem Hjálparvakt tannlækna hefur boðið upp á undanfarið, bendir til þess að ástandið sé jafnvel enn verra en niðurstöður framangreindrar Munnís rannsóknar bera með sér.

Þann 7. maí tóku umboðsmenn barna á Norðurlöndum þátt í norrænni tannheilbrigðisráðstefnu. Yfirskrift ráðstefnunnar var „Hlutverk tannheilbrigðisþjónustu í tengslum við vanrækslu og ofbeldi“. Á ráðstefnunni voru þessi mál rædd auk þess sem umboðsmenn barna á Norðurlöndum héldu stutt erindi um þau. Umboðsmaður barna á Íslandi lýsti meðal annars áhyggjum sínum á versnandi tannheilsu íslenskra barna og hafa þær áhyggjur síst minnkað í kjölfar þess efnahagshruns sem orðið hefur á Íslandi.

Í kjölfar ráðstefnunnar gáfu umboðsmenn barna á Norðurlöndum út sameiginlega ályktun um tannheilbrigðismál. Hana má nálgast í heild sinni hér. Í ályktuninni er meðal annars vísað til þess hversu mikilvægt það sé að tannlæknar taki virkan þátt í  koma í veg fyrir og greina vanrækslu og ofbeldi á börnum.


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica