17. maí 2006

Stuttmyndahátið grunnskólanema í Reykjavík haldin í 25 sinn

Í dag, 17. maí var stuttmyndahátíð grunnskólanema í Reykjavík, Taka 2006, haldin í Réttarholtsskóla. Mikil spenna ríkti á hátíðinni, en þar kepptu 40 myndir til verðlauna.

Í dag, 17. maí var stuttmyndahátíð grunnskólanema í Reykjavík, Taka 2006, haldin í Réttarholtsskóla.

Mikil spenna ríkti á hátíðinni, en þar kepptu 40 myndir til verðlauna. Alls voru veitt tíu verðlaun á hátíðinni, en keppt var í þremur flokkum; hreyfimyndagerð, leiknum stuttmyndum og heimildamyndagerð. Einnig voru veitt verðlaun fyrir myndatöku, klippingu, tónlist og leik.

Fyrsta keppnin var haldin á vegum ÍTR fyrir 25 áraum og var þá myndað á 8mm filmu sem þurfti að senda til útlanda í framköllun. Nú eru allar myndir unnar stafrænt. Fyrstu árin var keppt í einum aldursfokki en nú er keppt í tveimur flokkum, 10–12 ára og 13–16 ára, og er mikil breidd í efnisvali, handritsgerð og tæknivinnslu, að því er segir í tilkynningu.

Greint er frá þessu í frétt á vefsíðu Morgunblaðsins, 17.05.2006


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica