5. mars 2010

Stóra upplestrarkeppnin í Rimaskóla

Umboðsmaður barna hefur í nokkurn tíma átt mjög gott samstarf við Rimaskóla. Á dögunum var óskað eftir því að umboðsmaður, Margrét María, yrði viðstödd Stóru upplestrarkeppnina þar og tæki sæti í dómnefnd. Umboðsmaður þáði þetta boð með þökkum og átti góða stund með nemendum 7. bekkja skólans.

3417191 Upplestrarkeppnin I Rimaskola 015Umboðsmaður barna hefur í nokkurn tíma átt mjög gott samstarf við Rimaskóla. Á dögunum var óskað eftir því að umboðsmaður, Margrét María, yrði viðstödd Stóru upplestrarkeppnina þar og tæki sæti í dómnefnd. Umboðsmaður þáði þetta boð með þökkum og átti góða stund með nemendum 7. bekkja skólans.

Keppnin var hnífjöfn og stóðu krakkarnir sig afskaplega vel við upplesturinn. Dómnefndin, sem auk umboðsmanns var skipuð  Mörtu Karlsdóttur aðstoðarskólastjóra og Pétri Þorsteinssyni presti úrskurðuðu þrjá jafna sigurvegara; Öldu Þyrí Þórarinsdóttur 7-A, Örnu Bjarnadóttur 7-A og Ernu Gunnarsdóttur 7-B sem komast áfram í lokakeppnina 22. mars í Grafarvogskirkju.


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica