12. desember 2011

Spurt og svarað á barna- og unglingasíðunni í ólagi

Umboðsmaður barna hefur fengið ábendingar varðandi það að SPURT OG SVARAÐ, sem er að finna inni á barna- og unglingasíðunni, sé ekki í lagi. Þar af leiðandi er ekki víst að umboðsmanni berist þær fyrirspurnir sem sendar eru inn.

Umboðsmaður barna hefur fengið ábendingar varðandi það að SPURT OG SVARAÐ, sem er að finna inni á barna- og unglingasíðunni, sé ekki í lagi. Þar af leiðandi er ekki víst að umboðsmanni berist þær fyrirspurnir sem sendar eru inn. Umboðsmaður barna hefur áhyggjur af því að honum hafi ekki borist allar fyrirspurnir frá börnum og unglingum á undanförnum mánuðum og umboðsmanni þykir miður að börn sem hafi sent inn fyrirspurnir hafi ekki fengið svör við þeim. Biðst hann afsökunar á því.

Unnið er að því að laga síðuna en á meðan hún er í ólagi bendir umboðsmaður á að hægt er að senda inn fyrirspurnir á netfangið ub@barn.is eða hringja í síma 552 8999. Erindi frá börnum hafa  forgang hjá umboðsmanni.


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica