3. mars 2006

Snuðnotkun talin draga úr líkum á vöggudauða

Umboðsmaður barna vill vekja athygli á nýjum leiðbeiningum frá landlækni þar sem m.a. er mælt með notkun snuðs á svefntíma ungbarna.

Umboðsmaður barna vill vekja athygli á nýjum leiðbeiningum frá landlækni þar sem mælt er með notkun snuðs á svefntíma ungbarna en samkvæmt nýjum rannsóknum er snuðnotkun talin draga úr líkum á vöggudauða.

Í leiðbeiningunum er aukin áhersla nú lögð á að ungbörn sofi á bakinu.  Að öðru leyti er foreldrum ráðlagt að ekki sé reykt á heimilum ungbarna eða þar sem þau dvelja, að ungbörn sofi jafnan í eigin rúmi og séu höfð á brjósti ef þess er nokkur kostur.  Þá skal forðast að nota kodda undir höfuð ungbarna og að ofdúða þau.

Sjá nánar frétt á vef landlæknis, 1. mars 2006

Sjá dreifibréf Landlæknisembættisins, nr. 4/2006:  Leiðbeiningar um aðgerðir til varnar skyndidauða ungbarna


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica