20. mars 2014

Skýrsla um forvarnir gegn skaða af ásetningi

Í dag kom út skýrsla um aðgerðir Evrópulanda til að koma í veg fyrir skaða sem börn verða fyrir af ásetningi. Í skýrslunni eru kannaðar þær aðgerðir sem hafa átt sér stað í 25 ríkjum Evrópu til að takast á við þennan vanda. Ísland er eitt af löndunum sem fjallað er um í skýrslunni.

Í dag, 20. mars 2014, kom út skýrsla um aðgerðir Evrópulanda til að koma í veg fyrir skaða sem börn verða fyrir af ásetningi (e. intentional injury).  Sem dæmi um slíkan skaða má nefna illa meðferð á börnum, ofbeldi, einelti og sjálfskaða. Slíkt getur haft alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir börn og fjölskyldur þeirra og haft áhrif á andlega og líkamlega heilsu til lengri tíma.

Í skýrslunni eru kannaðar þær aðgerðir sem hafa átt sér stað í 25 ríkjum Evrópu til að takast á við þennan vanda, svo sem stefnumótun, forvarnir og aðrar ráðstafanir og úrræði sem ríki hafa gripið til til að tryggja vernd barna gegn illri meðferð og önnur réttindi þeirra. Ísland er eitt af löndunum sem fjallað er um í skýrslunni.

Titill skýrslunnar á ensku er What are European countries doing to prevent intentional injury to children?

Útgefandi skýrslunnar eru evrópsk samtök um öryggi barna (e. European Child Safety Alliance).Hér á www.childsafetyeurope.org er hægt að ná í skýrsluna  og fréttatilkynningu sem gefin var út í tilefni af útkomu hennar.


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica