25. október 2023

Skýrsla ENYA um þátttöku barna

Skýrsla ENYA um starf barnaréttindastofnana er nú komin út. Skýrslan er afrakstur af samstarfi embætta umboðsmanna barna og ráðgjafarhópa barna víðs vegar í Evrópu. 

ENYA (stamstarfsnet ráðgjafarhópa barna) hefur nú gefið út skýrslu um starf barnaréttindarstofnana sem er afrakstur af samvinnu þeirra árið 2023.  

Ráðgjafarhópur umboðsmanns barna tók virkan þátt í vinnu ENYA þetta árið og vann hópurinn að tillögum sem unnið var áfram með á vinnufundi ENYA sem haldinn var á Möltu daganna 3.-5. júlí. Þann fund sóttu 36 ungmenni frá 18 löndum og þar af voru tveir fulltrúar úr ráðgjafarhópi umboðsmanns barna, þær Aldís og Kolbrún. Sjónum var einkum beint að hlutverki umboðsmanna barna og bar fundurinn yfirskriftina Let's Talk Young, Let's Talk about Promoting and Protecting Children's Rights. 

Ungmennin unnu sínar eigin tillögur um það sem þeim finnst mikilvægt í vinnu barnaréttindastofnana og hvernig best er hægt að vinna að og standa vörð um réttindi allra barna. 

 Árleg ráðstefna samtaka umboðsmanna barna í Evrópu (ENOC) var síðan haldinn í Brussel daganna 19. – 21. september sl. Tæplega 20 fulltrúar ENYA tóku þátt í ráðstefnunni að þessu sinni, þar á meðal Aldís, sem er í ráðgjafarhópi umboðsmanns barna.

Skýrsla ENYA 2023 - Let's talk young, let's talk about the protection and promotion of children's rights.

Dæmi um tillögur ungmenna úr skýrslunni...

  • Barnaréttindarstofnanir skulu vera hlutlausar, ópólitískar, óflokksbundnar og óháðar stofnanir.
  • Þegar fulltrúar í ráðgjafarhópum barna verða 18 ára, og þar til þau verða 26 ára, mega þau halda áfram í hópnum sem leiðbeinendur fyrir þá ráðgjafa sem yngri eru. 
  • Það er mikilvægt að stuðla að þátttöku barna og að öll börn fái tækifæri til að taka þátt í ákvarðanatöku sem varða þau. Barnaréttindastofnanir eiga að vera fyrirmyndir þegar kemur að þátttöku barna og veita öðrum ráðgjöf og stuðning. Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica