8. maí 2020

Skýrsla barnaþings 2019 afhent ráðherrum

Skýrsla barnaþings 2019 var afhent ráðherrum fyrir utan ráðherrabústaðinn í morgun að loknum ríkisstjórnarfundi.

 

Salvör Nordal kynnti skýrsluna og síðan afhenti þau Vigdís Sóley Vignisdóttir, úr ráðgjafarahópi umboðsmanns barna og Vilhjálmur Hauksson, barnaþingsmaður skýrsluna ásamt sumargjöf til ráðherra, svuntu með áleltruninni Ég brenn fyrir réttindum barna. Einnig tóku þátt í afhendingunni þau Eiður Axelsson Welding, Dagmar Hákonardóttir og Emil Davíðsson úr ráðgjafarhópi barna og barnaþingsmennirnir Atli Dagur Kristjánsson, Anja Sæberg, Dagmar Edda Á. Guðnadóttir, Friðrik Sigurðsson, Elísabet Heiða Eyþórsdóttir og Ólafur Breiðfjörð Þórarinsson.

IMG_1590

 

Eitt helsta markmið fyrsta barnaþingsins sem haldið var í Hörpu dagana 21. – 22.nóvember 2019, var að skapa vettvang sem væri á forsendum barnanna sjálfra þar sem þau fengju að ráða þeim málefnum sem til umfjöllunar væru á þinginu hverju sinni. Barnaþingið verður framvegis haldið annað hvert ár og er þannig ætlað að veita börnum reglubundinn vettvang til þess að láta í ljós skoðanir sínar á málefnum sem þeim finnst skipta mestu máli hverju sinni.

IMG_1570

Í skýrslunni birtast helstu niðurstöður barnaþingsins og eru þær hugmyndir sem komu fram á þinginu flokkaðar eftir málefnum. Hugðarefni barnanna eru afar fjölbreytt og komu fram ýmsar skoðanir þeirra um framvindu samfélagsins og alþjóðamálefni. 

Skýrsla barnaþings 2019.

Uppfært 11.05.2020

Myndband frá afhendingunni

Myndband frá afhendingu barnaþingsskýrslu

 Fjölmiðlaumfjöllun



Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica