22. maí 2009

Skrifstofan lokuð eftir hádegi í dag 22. maí

Vegna opnunar á sýningunni „Hvernig er að vera barn á Íslandi“ verður skrifstofa umboðsmanns barna lokuð í dag frá kl. 12.00. Sýningin sem er á vegum umboðsmanns barna verður opnuð í Gerðubergi í dag, 22, maí kl. 14.00.

Vegna opnunar á sýningunni „Hvernig er að vera barn á Íslandi“ verður skrifstofa umboðsmanns barna lokuð í dag frá kl. 12.00. Sýningin sem er á vegum umboðsmanns barna verður opnuð í Gerðubergi í dag, 22, maí kl. 14.00.

Hátt í þrjúþúsund grunn- og leikskólanemendur í fjörutíu skólum hafa í vetur tekið þátt í verkefni á vegum umboðsmanns barna þar sem þau tjá sig í myndrænu og rituðu máli um hvernig það er að vera barn á Íslandi. Markmið þessa verkefnis er að heyra raddir barna og gefa þeim tækifæri á að tjá sig með þeim hætti sem þeim hentar.

Verk barnanna verða sýnd í Gerðubergi í tengslum við Dag barnsins, sem að þessu sinni verður sunnudaginn 24. maí.  Sýningin verður hins vegar opnuð föstudaginn 22. maí kl 14.
Formleg dagskrá hefst klukkan 14.00 en þá flytja Viktoría Sigurðardóttir og Hjalti Vigfússon, 15 ára grunnskólanemendur, stutt ávarp.  Kl. 14.10. syngja börn frá leikskólanum Fálkaborg og að því  loknu mun Eyrún Björk Jakobsdóttir, 9 ára, leika á píanó.  Að þessu loknu verður sýningin opnuð.

Allir áhugasamir eru hvattir til að koma og skoða afraksturinn og þá sérstaklega börn og fjölskyldur þeirra sem vilja eiga góða stund saman í listfengu umhverfi. 

Sýningin stendur til 28. júní. 


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica