15. mars 2012

Skóli sem siðvætt samfélag - Ráðstefna

Félag um menntarannsóknir stendur fyrir 10 ára afmælisráðstefnu FUM laugardaginn 17. mars undir yfirskriftinni Skóli sem siðvætt samfélag: Menntarannsóknir og framkvæmd menntastefnu. Ráðstefnan fer fram í húsnæði Menntavísindasviðs við Stakkahlíð.

Félag um menntarannsóknir stendur fyrir 10 ára afmælisráðstefnu FUM laugardaginn 17. mars undir yfirskriftinni Skóli sem siðvætt samfélag: Menntarannsóknir og framkvæmd menntastefnu. Ráðstefnan fer fram í húsnæði Menntavísindasviðs við Stakkahlíð.
 
Aðalfyrirlesari verður dr. Judith Suissa, heimspekingur og dósent við Institute of Education University of London. Tveir kennarar og fræðimenn á Menntavísindasviði HÍ, þau Erla Kristjánsdóttir, lektor og Gunnar E. Finnbogason, prófessor, flytja einnig erindi.
 
Þema ráðstefnunnar er valið með hliðsjón af nýlegri stefnumótun í menntamálum fyrir öll skólastig. Ráðstefnunni er ætlað að vera vettvangur til að kynna og ræða um menntarannsóknir sem tengjast þemanu.

Dagskrá
 
09:00 Skráning og afhending ráðstefnugagna
 
09:15 Opnun: Formaður FUM, Steinunn Helga Lárusdóttir
 
09:25 Tónlistarflutningur
 
09:35 Inngangsfyrirlestur: „Shifting notions of ‘ethical’ in parenting and schooling.“ Dr. Judith Suissa, prófessor í heimspeki menntunar, Institute of Education University of London.
 
10:25 Kaffihlé
 
10:45 Málstofur
 
12:15 Hádegishlé
 
13:00 Erindi: Starfssiðfræði kennara og fagmennska: Dr. Gunnar E. Finnbogason, prófessor Háskóla Íslands Menntavísindasviði.
 
13:30 Smiðjur
 
15:00 Hlé
 
15:15 Erindi: Maðurinn sem rannsóknarefni frá sjónarhorni jákvæðrar sálarfræði:Erla Kristjánsdóttir, fv. lektor Háskóla Íslands Menntavísindasviði.
 
15:45 Ráðstefnuslit
 
Ráðstefnugjald: 4.000 kr. fyrir félagsmenn, 6.000 kr. fyrir aðra
 
Ráðstefnustjóri: Dr. Ragnar Ingi Aðalsteinsson


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica