14. apríl 2009

Skaðabótaábyrgð barna

Málstofa um Skaðabótaábyrgð barna verður haldinn 17. apríl nk. kl. 12.15 í Lögbergi, stofu 101.

Skaðabótaábyrgð barna hefur verið til umræðu í samfélaginu síðustu misseri. Af því tilefni hafa lagadeild Háskóla Íslands og umboðsmaður barna ákveðið að efna til málstofu um efnið.

Málstofa um Skaðabótaábyrgð barna verður haldinn 17. apríl nk. kl. 12.15 í Lögbergi, stofu 101.

Skaðabótaábyrgð barna hefur verið til umræðu í samfélaginu síðustu misseri. Af því tilefni hafa lagadeild Háskóla Íslands og umboðsmaður barna ákveðið að efna til málstofu um efnið. Fjallað verður almennt um skaðabótaábyrgð barna, auk þess sem fjallað verður um nýfallinn dóm Hæstaréttar frá 26. mars sl., í máli nr. 263/2008. Þá verður einnig fjallað um tryggingaúrræði í tengslum við börn.

Framsögumenn eru Ingunn Agnes Kro, héraðsdómslögmaður hjá Landslögum - lögfræðistofu og aðjúnkt við lagadeild Háskóla Íslands og Kjartan Vilhjálmsson, framkvæmdastjóri tjónaþjónustu TM.

Fundarstjóri er Margrét María Sigurðardóttir, umboðsmaður barna.

Málstofan er samstarfsverkefni milli lagadeildar Háskóla Íslands og umboðsmanns barna og eru allir velkomnir.

Nánari dagskrá má sjá hér.


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica