26. febrúar 2010

Sjóðir til styrktar börnum

Umboðsmaður barna hefur ákveðið að safna upplýsingum um þá sjóði sem starfa í þágu barna á einn eða annan hátt, hvort sem þeir starfa samkvæmt eftir staðfestri skipulagsskrá skv. lögum nr. 19/1988 eða ekki.
Umboðsmanni barna berast reglulega ábendingar og fyrirspurnir varðandi styrktarsjóði sem starfa í þágu barna. Erindin hafa fyrst og fremst snúist um hvernig eftirliti og skráningu er háttað þannig að tryggt sé að fjármagnið renni til barna svo og um hvar mögulegt er að óska eftir styrkjum fyrir börn sem þurfa á fjárhagsstuðningi að halda.
 
Umboðsmaður barna hefur ákveðið að safna upplýsingum um þá sjóði sem starfa í þágu barna á einn eða annan hátt, hvort sem þeir starfa samkvæmt eftir staðfestri skipulagsskrá skv. lögum nr. 19/1988 eða ekki. Þeir sem geta gefið upplýsingar eru vinsamlega beðnir um að senda tölvupóst á ub@barn.is eða hringja í síma 800 59999.  Allar ábendingar eru vel þegnar. Ætlunin er að birta samantekt um alla sjóði sem ætlaðir eru börnum á heimasíðu umboðsmanns barna, www.barn.is.
 
Umboðsmaður barna, Margrét María Sigurðardóttir, hefur ritað bréf til sýslumannsins á Sauðárkróki en eitt af verkefnum hans er að halda utan um sjóði sem starfa samkvæmt staðfestri skipulagsskrá. Í bréfinu, sem dagsett er 9. febrúar 2010 fer umboðsmaður fram á að fá upplýsingar um þá sjóði sem starfa skv. lögum nr. 19/1988 og varða börn með einum eða öðrum hætti. Einnig er óskað eftir upplýsingum um hvernig eftirliti með sjóðunum er háttað.

Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica