30. apríl 2010

Samstarfsáætlun um málefni barna og ungmenna á Norðurlöndum

Út er komin Samstarfsáætlun um málefni barna og ungmenna á Norðurlöndum á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar.

Út er komin Samstarfsáætlun um málefni barna og ungmenna á Norðurlöndum á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar. Norrænu samstarfsráðherrarnir samþykktu samstarfsáætlunina á fundi sínum í Kaupmannahöfn 3. desember 2009. Í áætluninni segir meðal annars:

Meginmarkmið samstarfs um málefni barna og ungmenna á Norðurlöndum
Markmiðið með starfi Norrænu ráðherranefndarinnar að málefnum barna og ungmenna er að bæta lífskjör og auka áhrif æskulýðs. Bæta þarf lífskjör og auka áhrif allra barna og ungmenna og skapa þannig jöfnuð óháð kyni, uppruna, menningu, efnahag, aldri, búsetu, kynferði eða fötlun

Starfsemin tekur mið af réttindum barna og ungmenna með því að
• Standa vörð um og efla mannréttindi barna og ungmenna. Aðgerðir fyrir börn og ungmenni yngri en 18 ára taki mið af Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.
• Tryggja rétt barna og ungmenna á menntun, félagslegu og efnahagslegu öryggi, góðri heilsu og skilyrðum til að þroskast.
• Tryggja áhrif barna og ungmenna á líf sitt, nánasta umhverfi og almennar samfélagsbreytingar.
• Vellíðan barna og ungmenna er forsenda sjálfbærrar þróunar á Norðurlöndum til framtíðar.

Hér er hægt að hlaða ritinu niður frítt.


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica