27. mars 2021

Samfélagsvefur ársins 2020

Íslensku vefverðlaunin voru veitt með hátíðlegum hætti í gær í beinu streymi. Vefur umboðsmanns barna sigraði í flokknum "Samfélagsvefur ársins". 

Við erum afskaplega stolt af vefnum og samstarfi okkar við Hugsmiðjuna sem hefur komið til móts við allar okkar óskir um einfaldan og aðgengilegan vef fyrir börn og ungmenni. Í umsögn dómnefndar segir:

Efnismikill vefur með góða og skýra flokka uppbyggingu þar sem misjafnir markhópar eiga auðvelt með að rata á réttan stað. Hönnunin er smekkleg sem skilar sér í stílhreinum vef en um leið vef sem er notendavænn og aðgengilegur. 


Þeir vefir sem voru tilnefndir í flokknum "Samfélagsvefur ársins":

Annað ítarefni: 


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica