12. apríl 2012

Sálfræðiþjónusta fyrir börn á heilsugæslustöðvum á höfuðborgarsvæðinu

Börn hafa ekki jöfn tækifæri á að sækja sálfræðiþjónusta á heilsugæslustöðvum á höfuðborgarsvæðinu og það fjármagn sem átti að tryggja börnum þessa þjónusta virðist ekki hafa verið notað til að jafna stöðu barna að þessu leyti. Umboðsmaður barna hefur sent velferðarráðherra bréf til að vekja athygli á þessu.

Börn hafa ekki jöfn tækifæri á að sækja sálfræðiþjónusta á heilsugæslustöðvum á höfuðborgarsvæðinu og það fjármagn sem átti að tryggja börnum þessa þjónusta virðist ekki hafa verið notað til að jafna stöðu barna að þessu leyti. Umboðsmaður barna hefur sent velferðarráðherra bréf til að vekja athygli á þessu.

Bréfið er svohljóðandi:

Velferðarráðuneytið
b.t. Guðbjartar Hannessonar
Hafnarhúsinu við Tryggvagötu
150 Reykjavík

Reykjavík, 23. mars 2012
UB: 1203/8.3.2

Efni: Sálfræðiþjónusta fyrir börn á heilsugæslustöðvum á höfuðborgarsvæðinu

Árið 2010 barst umboðsmanni barna athugasemd um að boðið væri upp á sálfræðiþjónustu fyrir börn á sumum heilsugæslustöðvum á höfuðborgarsvæðinu en ekki öðrum. Þannig væri ekki tryggt að öllum börnum stæði slík þjónusta til boða. Af því tilefni sendi umboðsmaður barna bréf til lækningaforstjóra heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í maí 2010 auk þess sem umboðsmaður vakti athygli á stöðunni við þáverandi heilbrigðiráðherra í júlí sama ár. Umboðsmanni barna bárust þau svör að ráðherra væri kunnugt um stöðuna og unnið væri að því innan ráðuneytisins að bæta þar úr. Nýlega fékk umboðsmaður barna þær upplýsingar að fjármagn hefði borist heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins sem nýta átti í sálfræðiþjónustu fyrir börn en vegna niðurskurðar í heilbrigðisþjónustunni var það fjármagn ekki nýtt í sálfræðiþjónustu handa börnum heldur annað innan heilsugæslunnar.

Umboðsmaður barna vill hér með vekja athygli velferðarráðherra á því að börn hafa ekki jöfn tækifæri á að sækja sálfræðiþjónusta á heilsugæslustöðvum á höfuðborgarsvæðinu og það fjármagn sem átti að tryggja börnum þessa þjónusta virðist ekki hafa verið notað til að jafna stöðu barna að þessu leyti.

Ef frekari upplýsinga er óskað er hægt að senda tölvupóst á netfangið ub@barn.is eða hringja í síma 552-8999.

Virðingarfyllst,

__________________________________
Margrét María Sigurðardóttir,
umboðsmaður barna


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica