30. apríl 2009

SAFT UNGMENNARÁÐ

SAFT - Samfélag, fjölskylda og tækni, vakningarátak um örugga tækninotkun barna og unglinga á Íslandi, hefur hafið undirbúning að stofnun ungmennaráðs.

Ungmennaráðið samanstendur að krökkum á aldrinum 12 - 18 ára sem koma alls staðar að af landinu.

SAFT - Samfélag, fjölskylda og tækni, vakningarátak um örugga tækninotkun barna og unglinga á Íslandi, hefur hafið undirbúning að stofnun ungmennaráðs.

Ungmennaráðið samanstendur að krökkum á aldrinum 12 - 18 ára sem koma alls staðar að af landinu. Ráðið mun aðstoða við uppfærslu á heimasíðu SAFT, Facebook og Myspace síðum verkefnisins. Ráðið mun einnig vinna hugmyndir um það hvernig eigi að kenna ánægjulega og örugga netnoktun í skólum landsins, koma að hönnun kennsluefnis, vera ráðgefandi um hönnun og framkvæmd herferðar, sinna jafningjafræðslu og halda erindi á foreldrafundum.

Ungt fólk getur gengið til liðs við ungmennaráðið með því að fylla út eyðublað á www.saft.is. Sérstakir sendiherrar verða svo tilnefndir til þess að fara  yfir starfsemi ungmennaráðs á sínu heimasvæði. 

Í tilefni að stofnun ungmennaráðs efnir SAFT til samkeppni um logo fyrir ungmennaráð. Hugmyndum má skila inn á saft@saft.is fyrir 22. maí. Úrslit verða tilkynnt 29. maí nk.

Nánari upplýsingar um SAFT ungmennaráð.  


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica