1. apríl 2017

Rödd unga fólksins - morgunverðarfundur Náum áttum

Næsti morgunverðarfundur hópsins Náum áttum verður miðvikudaginn 5. apríl næstkomandi. Umfjöllunarefni fundarins er að þessu sinni "Rödd unga fólksins: Er hlustað á skoðanir ungmenna?"

Næsti morgunverðarfundur hópsins Náum áttum verður miðvikudaginn 5. apríl næstkomandi.  Umfjöllunarefni fundarins er að þessu sinni "Rödd unga fólksins: Er hlustað á skoðanir ungmenna?"

 Á fundinum verða með erindi þau:

  • Þórdís Helga Ríkharðsdóttir, fulltrúi í ráðgjafarhóp umboðsmanns barna með erindið "Þátttaka barna skiptir máli".
  • Herdís Ágústa Linnet, Ingibjörg Linnet og Katrín Guðnadóttir, fulltrúar frá ungmennaráði Barnaheilla - Save the Children á Íslandi með erindið "Tengsl normsins og valdsins". 
  • Aðalbjörn Jóhannsson, fulltrúi í ungmennaráði UMFÍ með erindið "Neyslumenning og gulrótarfíkn: átakasaga ungmennaráðs". 

Morgunverðarfundurinn er öllum opinn á meðan húsrúm leyfir en með morgunverði kostar þátttakan 2.400 kr. Fundarstjóri verður Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingkona og talsmaður barna á Alþingi. Náum áttum er samstarfsverkefni samtaka og stofnana í forvörnum. 

Hægt er að skrá sig á fundinn á vefsíðu Náum áttum. 

 

Náum áttum í apríl - veggspjald

 


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica