23. september 2025

Ráðstefna ENOC í Rúmeníu

Salvör Nordal, umboðsmaður barna, og Sigtryggur Máni, fulltrúi úr ráðgjafarhópi umboðsmanns barna, tóku þátt á ráðstefnu ENOC í Bucharest, Rúmeníu fyrir hönd embættisins. Guðlaug Edda, sérfræðingur hjá umboðsmanni barna, sótti einnig ráðstefnuna.

Í síðustu viku var árleg ráðstefna umboðsmanna barna í Evrópu haldin í Bucharest, Rúmeníu. Þema ráðstefnunnar í ár var Children's Right to Physical Health. Salvör Nordal, umboðsmaður barna, sótti ráðstefnuna ásamt öðrum umboðsmönnum barna í Evrópu og tók þátt á fyrirlestrum og í umræðum.
Þá kynnti hópur ungmenna tillögur ENYA í málaflokknum sem myndaðar voru á fundi ENYA í Króatíu í sumar, en ENYA er samstarfsvettvangur ungmennastarfs samtaka umboðsmanna í Evrópu. Fulltrúi umboðsmanns barna í hópnum var Sigtryggur Máni og stóð hann sig frábærlega.
Sigtryggur Máni hefur verið hluti af ráðgjafarhópi umboðsmanns barna á undanförnum árum og unnið að ýmsum verkefnum sem við koma réttindum barna og ungmenna. Við erum mjög stolt af honum.


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica