16. mars 2009

Raddir barna - heimsókn frá leikskólanum Fálkaborg

Umboðsmaður barna fékk góða heimsókn í morgun frá 5 ára börnum sem öll eru á leikskólanum Fálkaborg. Þau Elín, Guðrún Ýr, Hafsteinn Ernir, Sigurlaug Birna, Katrín Skuld, Friðrik Örn, Daníel og Skúli Örn hafa öll tekið þátt í verkefni á vegum umboðsmanns barna um „Raddir barna“ sem tekur m.a. til þess hvernig er að vera barn á Íslandi. Er leikskólinn Fálkaborg einn af fjölmörgum leikskólum sem taka þátt í verkefninu en auk leikskóla,sem eru u.þ.b. 20 hafa rúmlega 20 grunnskólar skráð sig til þátttöku.

Umboðsmaður barna fékk góða heimsókn í morgun frá 5 ára börnum sem öll eru á leikskólanum Fálkaborg. Þau Elín, Guðrún Ýr, Hafsteinn Ernir, Sigurlaug Birna, Katrín Skuld, Friðrik Örn, Daníel og Skúli Örn hafa öll tekið þátt í verkefni á vegum umboðsmanns barna um „Raddir barna“ sem tekur m.a. til þess hvernig er að vera barn á Íslandi. Er leikskólinn Fálkaborg einn af fjölmörgum leikskólum sem  taka þátt   í
verkefninu en auk leikskóla,sem eru u.þ.b. 20, hafa rúmlega 20 grunnskólar skráð sig til þátttöku.

Þeir leik- og grunnskólar sem taka þátt í verkefninu fá send svokölluð póstkort þar sem börnum gefst færi á að tjá sig m.a. með myndlist eða með ljósmyndum um hvernig það er að vera barn á Íslandi. Þá hafa börnin svarað spurningum eins og hvernig eiga góðir foreldrar að vera?, Hvernig er góð mamma?, Hvernig er góður pabbi?, Hvernig á góður kennari að vera? Hvernig er að vera barn á Íslandi og fleiri spurningum.

Í morgun afhentu börnin á Fálkaborg umboðsmanni barna, Margréti Maríu Sigurðardóttur, afrakstur sinnar vinnu og má sjá sýnishorn af þeirri vinnu hér neðar.

Umboðsmaður barna þakkar börnum á Fálkaborg sem og öllum þeim börnum sem sent hafa afrakstur vinnu sinnar til embættisins kærlega fyrir þátttökuna.

   

Dæmi um svör 5 ára barna við spurningum:

Hvernig eiga góðir foreldrar að vera? „Þeir eiga að geyma börnin sín svo þau villist ekki. Leika líka með börnunum sínum svo þau verði ánægð.“

Hvernig er góð mamma? „Góð við börnin sín. Hún knúsar þau“

Hvernig er góður pabbi? „Leyfir mér að koma með sér í vinnuna og kaupir stundum miða fyrir okkur öll í bíó“

Hvernig á góður kennari að vera? „Leyfir manni að leika sér, leyfir mér að lita og huggar mig og leyfir mér svo að leika meira“

Þegar ég er í leikskólanum finnst mér best þegar... „Ég er að leika mér“

Þegar ég er í leikskólanum finnst mér verst... „Þegar það er ekki góður matur“

Hvernig er að vera barn á Íslandi? „Gaman, ég má alltaf leika mér“                                               

 

Börn frá leikskólanum Fálkaborg

Börn frá leikskólanum Fálkaborg
Börnin sem komu í heimsókn til umboðsmanns barna.  


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica