22. mars 2006

Okkar skóli - okkar vinnustaður

Umboðsmaður barna vill vekja athygli á góðu starfi í Grundaskóla á Akranesi en þar er lögð áhersla á aukið nemendalýðræði.

Umboðsmaður barna vill vekja athygli á góðu starfi í Grundaskóla á Akranesi en þar er lögð áhersla á aukið nemendalýðræði.

Nemendafélag Grundaskóla (NFG) stóð fyrir fyrsta formlega málþingi nemendafélagsins fimmtudaginn 16. mars s.l.  Á málþinginu komu saman kjörnir fulltrúar nemenda í 8. – 10. bekk og ræddu mál eins og áherslur í skólastarfinu, skipulag sundkennslu, skipulag stundaskrár, fyrirkomulag kosninga til nemendaráðs, efndir kosningaloforða hjá kjörnum nemendaráðsfulltrúum, fjármál o.fl.  Skólastjórn Grundaskóla sat fyrir svörum á þinginu. 

Skólinn er vinnustaður nemendanna og því er mikilvægt að nemendur fái formlegan vettvang til að ræða hagsmunamál sín og hafa áhrif á skólastarfið. 

Sjá frétt á heimasíðu Grundaskóla 17. mars 2006.


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica