29. apríl 2009

Nýjar tillögur um stöðu barna í ólíkum fjölskyldugerðum

Nefnd sem starfað hefur á vegum félagsmálaráðherra um stöðu einstæðra og forsjárlausra foreldra, stjúpforeldra og réttarstöðu barna þeirra hefur skilað ráðherra tillögum sínum. Nefndin leggur m.a. til að tekið verði upp nýtt kerfi barnatrygginga í stað barnabóta, mæðra- og feðralauna, barnalífeyris og viðbót atvinnuleysisbóta vegna barna.

Nefnd sem starfað hefur á vegum félagsmálaráðherra um stöðu einstæðra og forsjárlausra foreldra, stjúpforeldra og réttarstöðu barna þeirra hefur skilað ráðherra tillögum sínum. Nefndin leggur m.a. til að tekið verði upp nýtt kerfi barnatrygginga í stað barnabóta, mæðra- og feðralauna, barnalífeyris og viðbót atvinnuleysisbóta vegna barna.

Fleiri tillögur koma fram í skýrslu nefndarinnar, m.a. eru lagðar fram tillögur um að dómurum sé heimilt að dæma foreldrum sameiginlega forsjá og möguleika þess að barn eigi tvö lögheimili. Þá er lagt til að sýslumaður fái heimild til að úrskurða um umgengnisrétt afa og ömmu við barnabörn sín.

Umboðsmaður barna fagnar því að þessi vinna hafi átt sér stað og telur mikilvægt að gætt sé  hagsmuna allra barna óháð fjölskyldugerð.

Fleiri tillögur koma fram í skýrslu nefndarinnar.


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica