13. ágúst 2012

Ný dönsk rannsókn um aðbúnað innanhúss í leikskólum

Of mikill hávaði, óæskilegt hitastig og slæm loftræsting eru daglegt brauð fyrir allt of mörg börn í dönskum leikskólum. Ný rannskókn sem unnin var af Barnaráðinu í Danmörku gefur til kynna að aðbúnaður innanhúss í leikskólum landsins sé það slæmur að hann geti haft neikvæð áhrif á heilsu og þroska barna.

Ný rannskókn sem unnin var af Barnaráðinu í Danmörku gefur til kynna að aðbúnaður innanhúss í leikskólum landsins sé það slæmur að hann geti haft neikvæð áhrif á heilsu og þroska barna.

Í rannsókninni voru 1.143 börn á aldrinum fjögurra til sjö ára fengin til að svara spurningum um ýmis atriði s.s. lýsingu, lykt, hitastig, loftgæði, hávaða, rými og salernisaðstöðu.

Of mikill hávaði, óæskilegt hitastig og slæm loftræsting eru samkvæmt rannsókninni daglegt brauð fyrir allt of mörg börn í dönskum leikskólum. Þá sagðist meirihluti barnanna ekki líða vel með að þurfa að fara á klósettið fyrir framan önnur börn. 

Hér er hægt að skoða skýrslu um rannsóknina.

 

 

 


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica