31. desember 2021

Sýnataka á börnum

Embættinu hafa borist fjölmargar ábendingar sem varða framkvæmd PCR-sýnatöku á börnum. Umboðsmaður kom þeim ábendingum áleiðis í bréfi til Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.

Í bréfinu kemur fram að þær ábendingar sem borist hafa umboðsmanni snúa helst að langri biðröð, óbarnvænu umhverfi þar sem ekki er tekið mið af þörfum barna og að starfsmenn skorti þjálfun í að eiga í samskiptum við börn. 

Þá kemur fram að það er afar mikilvægt að börn upplifi sig örugg og að aðstæður fyrir sýnatökur barna séu eins barnvænar og kostur er. 

Börn eru þjóðfélagshópur sem á rétt á sérstakri vernd og umönnun.

Uppfært 13.01.2022

Svar barst frá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins með tölvupósti þann 13. janúar 2022 með viðhengdu bréfi dagsettu 7. janúar 2022. 


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica