10. júní 2019

Þjónusta talmeinafræðinga

Umboðsmaður barna sendi bréf til heilbrigðisráðherra vegna fyrirkomulags á þjónustu talmeinafræðinga.

Embætti umboðsmanns barna hafa borist ýmsar ábendingar og upplýsingar er varða talþjálfun fyrir börn og fyrirkomulag þjónustu á þessu sviði sem byggir m.a. á samkomulagi ráðuneytisins og Sambands íslenskra sveitarfélaga um skiptingu ábyrgðar vegna talmeinaþjónustu við börn frá árinu 2014. Samkvæmt samkomulaginu fá börn með vægari frávik þjónustu innan leik- og grunnskóla sveitarfélaga, og telst þá hluti af þeirra menntun, en börnum með stærri frávik er vísað í þjálfun hjá talmeinafræðingum sem eru hluti af rammasamningi Sjúkratrygginga Íslands.

Umboðsmaður barna sendi bréf til heilbrigðisráðherra dagsett 8. febrúar 2019 sem ítrekað var 16. maí 2019. Svar barst frá ráðuneytinu með bréfi dagsett 6. júní 2019.

 

Bréf umboðsmanns barna til heilbrigðisráðherra.

Svar heilbrigðisráðherra.


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica