14. júní 2017

Almenn viðmið um opinbera umfjöllun um börn

Barnaheill - Save the Children á Íslandi, Fjölmiðlanefnd, Heimili og skóli, SAFT, Umboðsmaður barna og Unicef hafa tekið höndum saman um gerð almennra viðmiða vegna opinberrar umfjöllunar um börn. Viðmiðunum er ætlað að styrkja fjölmiðla í að þjóna almannahlutverki sínu með réttindi barna að leiðarljósi, tryggja vandaða og uppbyggilega umfjöllun um málefni barna í fjölmiðlum, ásamt því að stuðla að þátttöku barna í samfélagsumræðu.

Hvað ber að hafa í huga og hvað ber að varast þegar fjallað er um börn og málefni barna í fjölmiðlum? Hvernig má tryggja að gætt sé að öryggi barna og velferð þegar um þau er fjallað eða þegar börn taka sjálf þátt í almennri umfjöllun?

Barnaheill - Save the Children á Íslandi, Fjölmiðlanefnd, Heimili og skóli, SAFT, Umboðsmaður barna og Unicef hafa tekið höndum saman um gerð almennra viðmiða vegna opinberrar umfjöllunar um börn. Viðmiðunum er ætlað að styrkja fjölmiðla í að þjóna almannahlutverki sínu með réttindi barna að leiðarljósi, tryggja vandaða og uppbyggilega umfjöllun um málefni barna í fjölmiðlum, ásamt því að stuðla að þátttöku barna í samfélagsumræðu.
 
Viðmiðin má nálgast hér fyrir neðan og einnig á vefsíðum ofangreindra samtaka og stofnana.

Almenn viðmið um opinbera umfjöllun um börn (PDF).

 


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica