11. nóvember 2015

Norræn börn - börn á fósturheimilum

Í gær var hádegisverðarmálþing í Norræna húsinu á vegum Norrænu velferðarmiðstöðvarinnar. Þar var verkefni miðstöðvarinnar „Norræn börn – börn á fósturheimilum“ og niðurstöður þess kynntar en það var unnið í samvinnu við færustu sérfræðinga á Norðurlöndunum á þessu sviði. Niðurstöðurnar hafa meðal annars leitt til raunhæfra tillagna um hvernig þjóðfélagið getur betrumbætt umönnun á barni sem er á ábyrgð þjóðfélagsins.

Eftir kynningu tók umboðsmaður barna þátt í pallborðsumræðum ásamt Eygló Harðardóttur félagsmálaráðherra, Braga Guðbrandssyni forstjóra Barnaverndarstofu, Helgu Jónu Sveinsdóttur deildarstjóra fósturteymis Barnaverndar Reykjavíkur, Ingileifu Ástvaldsdóttur skólastjóra við Þelamerkurskóla og Tinnu Isebarn framkvæmdastjóra Landssambands æskulýðsfélaga. 

Á málþinginu var einnig sýnd stuttmyndin „Á leið út í lífið“ þar sem fram koma raddir norrænna ungmenna sem hafa verið í fóstri á einhverjum tímapunkti. Myndina er hægt að sjá hér á þessu vefsvæði en hún er með íslenskum texta.

 

Fosturboern


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica