7. apríl 2014

Námskeið um Barnasáttmálann í leikskólastarfi

Þann 26. apríl næstkomandi stendur UNICEF á Íslandi fyrir námskeiðinu Barnasáttmálinn í leikskólanum. Á námskeiðinu er kynnt nýtt námsefni UNICEF um vinnu með Barnasáttmálann innan leikskólans, hvort sem er í skipulagi starfsáætlana, innan starfsmannahópsins eða með börnum.

Barnasáttmálinn í leikskólanum
Námskeið í notkun sáttmálans í leik og starfi

Þann 26. apríl næstkomandi stendur UNICEF á Íslandi fyrir námskeiðinu Barnasáttmálinn í leikskólanum.  Á námskeiðinu er kynnt nýtt námsefni UNICEF um vinnu með Barnasáttmálann innan leikskólans, hvort sem er í skipulagi starfsáætlana, innan starfsmannahópsins eða með börnum.  Þátttakendur á námskeiðinu læra að nota námsefnið og þjálfast í að fræða samstarfsmenn sína um notkun þess.  Áhersla er á að kynna hagnýt verkfæri sem bjóða upp á lifandi og skemmtilegar samræður um réttindi barna.   Endanlegt markmið námsefnisins er gera starfsfólk leikskóla í stakk búið til að gera Barnasáttmálann að rauðum þræði í öllu starfi leikskólans.

Barnasáttmálinn fagnar 25 ára afmæli sínu í ár, en hann var fullgiltur á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna 20. nóvember 1989.  Á Íslandi er staða sáttmálans sterk, en  hann var lögfestur af íslenskum stjórnvöldum 20. febrúar 2013.  Þannig hefur Barnasáttmálinn sömu lagalegu stöðu og t.d. Barnalögin og Skólalögin.  Mannréttindi og lýðræði eru jafnframt einn grunnþátta nýrrar aðalnámskrár.  Með tilliti til ofangreindra þátta hefur skapast þörf fyrir fræðslu um réttindi barna sem miðar að því að setja Barnasáttmálann í samhengi við það starfsumhverfi sem myndar nærumhverfi barna. 

Með því að skrá sig á námskeiðið fá þátttakendur þekkinguna og verkfærin sem þarf til að setja leikskólastarf í samhengi við Barnasáttmálann og hefja sjálfstæða vinnu með réttindi barna. Námsefnið er innifalið í námskeiðisgjaldinu auk áframhaldandi handleiðslu við notkun þess.  Þátttakaendur vinna saman í litlum hópum og því er einungis hægt að bjóða 15 manns þátttöku á þessu fyrsta námskeiði.  Fleiri námskeið munu vera í boði ef þátttaka er mikil.  Eins stendur til boða að UNICEF komi með námskeiðið í aðra landshluta ef þátttaka er næg, 20 manns eða fleiri.

Skráningu og frekari fyrirspurnir um námskeiðið má senda á réttindafræðslufulltrúa UNICEF á Íslandi, Hjördísi Evu Þórðardóttur (hjordis@unicef.is, s. 578-6312).


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica