16. apríl 2007

Nám að loknum grunnskóla 2007

Menntamálaráðuneytið hefur gefið út fræðsluritið Nám að loknum grunnskóla 2007. Í bæklingnum er kynnt það nám sem í boði er í íslenskum framhaldsskólum.

Menntamálaráðuneytið hefur gefið út fræðsluritið Nám að loknum grunnskóla 2007.

Í bæklingnum er kynnt það nám sem í boði er í íslenskum framhaldsskólum. Í inngangi segir meðal annars:

Í fyrstu er fjallað almennt um nám í framhaldsskóla. Greint er frá hvernig innritun í skólanna fer fram, sagt er frá  aðalnámskrá framhaldsskóla og skólanámskrám. Því næst eru skilyrði sem nemendur á framhaldsskólastigi þurfa að uppfylla til að eiga rétt á námsstyrkjum til jöfnunar á námskostnaði kynnt en þau byggja á reglugerð sem birt er í viðauka bæklingsins (sjá einnig upplýsingar sem birtar eru á baksíðu bæklingsins).

Í bæklingnum er sagt frá helstu flokkum námsbrauta og inntökuskilyrðum á einstakar brautir. Námsbrautum framhaldsskóla er síðan lýst. Því næst má finna aðsent efni frá framhaldsskólunum. Þar er um að ræða upplýsingar um starfsemi og sérkenni hvers skóla. Vakin er athygli að á heimasíðum framhaldsskólanna má finna ítarlegri upplýsingar og eru nemendur og foreldrar/forráðamenn þeirra hvattir til að kynna sér efni þeirra.

Opna á PDF formi.


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica