13. júní 2007

Mörk við markaðssókn gagnvart börnum

Umboðsmaður barna og talsmaður neytenda hafa undanfarna daga átt fundi með ýmsum aðilum til að ræða um það hvar skuli setja mörk við markaðssókn gagnvart börnum.

Umboðsmaður barna og talsmaður neytenda hafa undanfarna daga átt fundi með ýmsum aðilum til að ræða um það hvar skuli setja  mörk við markaðssókn gagnvart börnum. Á fundina hafa mætt stjórnendur eða fulltrúar eftirfarandi aðila:

  • Sambands íslenskra auglýsingastofa (SÍA),
  • Samtaka verslunar og þjónustu (SVÞ),
  • Samtaka fjármálafyrirtækja (SFF),
  • Viðskiptaráði Íslands (VÍ),
  • Samtaka iðnaðarins (SI),
  • Ríkisútvarpinu,
  • Stöð 2,
  • Skjá einum.

Erindið fékk góðar viðtökur hjá öllum ofangreindum og verður þessari samráðsvinnu framhaldið í sumar og haust. Einnig er stefnt að því að fá almenn samtök eins og Neytendasamtökin og Heimili og skóla - landssamtök foreldra til samráðs.

Stefnt er að því að ná víðtæku samkomulagi um viðmið um mörk við markaðssókn gagnvart börnum.

Talsmaður neytenda hefur sett upp sérstakt vefsvæði um mörk við markaðssókn gagnvart börnum þar sem hægt er að koma á framfæri sjónarmiðum eða ábendingum um efnið. Umboðsmaður barna fjallar um markaðssetningu gagnvart börn hér á sinni vefsíðu.

Umboðsmaður barna og talsmaður neytenda hafa undanfarin tvö ár fjallað um það hvort og hvernig setja beri mörk við markaðssókn gagnvart börnum. Í mars 2006 héldu embættin, ásamt Heimili og skóla, opið málþing um börn og auglýsingar.

 

Sjá frétt á mbl.is

Sjá frétt á visi.is


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica