18. janúar 2022

Menntun barna í faraldri

Umboðsmaður barna sendi bréf til menntamálaráðuneytis vegna tilhögun náms, á meðan sóttkví eða einangrun stendur, þannig að réttur barna til menntunar verði sem best tryggður.

Embættið hefur fengið töluvert af ábendingum og fyrirspurnum um rétt þeirra barna sem sæta sóttkví eða einangrun. Ábendingarnar snúa fyrst og fremst að tilhögun náms á þeim tímum. 

Í bréfinu kemur fram að það sé mat umboðsmanns að nauðsynlegt sé að ráðuneytið veiti skólum leiðbeiningar um stuðning af þeirra hálfu þannig að réttur barna til menntunar verði sem best tryggður. 

Uppfært 31.03.2022


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica